UltraDeck

UltraDeck-logo
stadion-konsert

UltraDeck 1 | UltraDeck 2 | UltraDeck ICE

UltraDeck

Hentar vel sem tjaldgólf, á velli, fyrir hátiðir og fleira

UltraDeck er samansett færanlegt gólf með miklum stífleika sem leiðir af sér mikið þyngdarþol. Þessar gólfeiningar henta sérstaklega vel þar sem mikil þungavinna skal fara fram, t.d. með notkun vörubíla og annara tækja með gúmmíhjólum.

UltraDeck er til í þremur mismunandi útgáfum, þar sem í hönnun er sérstaklega leitast við að vernda gerfigras og náttúrulegt gras.

Gólf einingarnar eru töluvert stærri og þykkari en EventDeck einingarnar. Innihald og yfirborð er sérstaklega styrkt til að þola mikla þyngd. Hver eining er 24 x 12 x 1-1/8 tommur á stærð og er flutt fyrirfram pakkað í pakkningum sem eru 3 x 4 tommur til að einfalda samsetningu og frágang.

Mikilvægast er að þessar einingar dreifa þyngdarálagi sem kemur svo þar að leiðandi í veg fyrir álagsskemmdir. Þetta á auðvitað bara við ef farið er eftir þeim leiðbeiningum eða vöruinnihalds lýsingu sem gefin er út af framleiðanda varðandi þyngd og þrýsting.

UltraDeck er samsett fljótt og einfalt án þess að nota þurfi verkfæri eða annan búnað.

Samsetning gengur hratt fyrir sig og krefst ekki neinnar sérkunnáttu fyrir starfsfólk, sértök verkfæri eða leiðbeiningar. Unnt er að dekka einn fótboltavöll að alþjóðlegri stærð með hjálp 20 manns á 4-6 tímum.

Í undirlagi eininganna eru sértakar rennur sem hennta vel ef leggja þarf undir gólfið sértaka rafmagnssnúrur, t.d. fyrir hljóðkerfi, ljóskastara eða annað.
Einfalt er að viðhalda og þrífa UltraDeck. Ef eining eiðilegst er auðvelt að fjarlægja og skipta henni út.

Frábær hönnun þessarar vöru setur hana fremst í flokk hvað varðar gæði, notkun, uppsetningartíma og kostnað.

Comments are closed.