Vörur

Vörurflokkar
„Vörurnar okkar eru í notkun um allan heim“
EventDeck

eventdeck

EventDeck hentar fullkomlega til að hlífa gerfigrasi, náttúrulegu grasi eða t.d. til að leggja yfir gólf sem þarf að hlífa af einhverjum ástæðum, þar sem t.d. umferð gangandi er mikil, akstur vinnuvéla eða sölubásar.

Þetta fjölnota gólf henntar sérstaklega vel til að hlífa stórum jöfnum svæðum og þar sem halda þarf kostnaði í lágmarki.

Lesa meira um EventDeck
UltraDeck

ultradeck

UltraDeck er samansett færanlegt gólf með miklum stífleika sem leiðir af sér mikið þyngdarþol. Þessar gólfeiningar henta sérstaklega vel þar sem mikil þungavinna skal fara fram, t.d. með notkun vörubíla og annara tækja með gúmmíhjólum.

UltraDeck hefur mjög sérstaka stækkunareiginleika sem gerir að verkum að gólfið heldur sínum eiginleikum þrátt fyrir ágang t.d. sólarljóss.Við mælum ávallt með þessum einingum þegar setja þarf saman t.d. akstursramp.

Lesa meira um UltraDeck


ArmorDeck

armordeck

ArmorDeck er sterkasta gólfeiningarkerfið sem fyrir finnst á markaðnum í dag. Einingarnar eru sterkar, stórar og hægt er einnig að læsa þeim saman. Venjulegt þyngdarþol er 12,6 kg/cm2, og kemur með innbyggðum púðum sem þola heil 22,68 kg/cm2.

ArmorDeck er sérstaklega framleitt til að þola þung hlöss og á sama tíma gefa stöðugleika og hámarks verndun fyrir t.d. gervigras eða náttúrulegt gras.
Innan þeirra takmarka sem gefin eru upp ættir þú að geta keyrt á því flestar gerðir flutningabíla og tengivagna og flestar gerðir lyfta sem fyrir finnast á markaðnum í dag.

ArmorDeck3 með innbyggðum púða þýðir að hægt er að gera meiri kröfur og væntingar en venjulegt er á norskum vegum!

Lesa meira um Armor Deck
HexaDeck

hexadeck

HexaDeck er færanlegt gólf og veg kerfi sem ætlað er að þola sérstaklega mikla þungaflutninga. Einingarnar eru mjög meðfærilegar og eru auk þess léttar.

Þegar á flutningi stendur gefur yfirflöturinn aðeins eftir til að þess að hámarks grip náist.

Hentar vel við margvíslegar aðstæður.

Lesa meira um HexaDeck


DuraDeck

duradeck

DuraDeck ver allar gerðir viðkvæms undirlags. Allt frá grasflötum, görðum, afgirtum svæðum, íþróttasvæðum og fleira.

DuraDeck verndar einnig allar gerðir vinnuundirlags, t.d. malbik, steina og svo framvegis. Akstursplöturnar veita gott grip og koma í veg fyrir núning frá sandi leðju og öðrum flötum.

DuraDeck plöturnar geta verið mjög gagnlegar og vinnusparandi fyrir meðal annars björgunarbíla, litlar sem stórar gröfur, lyftur og aðrar þungavinnuvélar.

DuraDeck getur einnig hentað vel sem tímabundin húð til verndar gólfum, veggjum og fleira í iðnaði.
Lesa meira um DuraDeck

Megadeck

megadeck

MegaDeck™ frá Multiarena er þungt akstursflekakerfi sem inniheldur stærstu flekana og hagstæðustu burðargetuna á markaðnum. Mýrarflekarnir MegaDeck er snilldarlausn fyrir flutning á þungum búnaði á votu undirlagi. Þeir veita endingargott og stöðugt yfirborð sem jafnframt ver grunnundirlagið við allar aðstæður.

Mýrarmotturnar er tilvaldar fyrir uppsetningu á bráðabirgðaaðkeyrslu gegnum blautt landsvæði.

Hver MegaDeck-motta er gerð úr HDPE í þéttleika og með aukaefnum sem gefa viðbótarstyrk, stífleika og mótstöðuþol.
Lesið meira um MegaDeck


Dansgólf

dansegulv

Multiarena eru stoltir af að kynna DanceDeck – stærsta heilstæða línan af dansgólfum á markaðnum!
Við bjóðum upp á þrjár útgáfur af færanlegum dansgólfum – frá mest praktísku til þess fínasta og flottasta sem völ er á.
Hentugar lausnir fyrir danshópa, dansklúbba, danssamkomur, keppnir, hátíðir og aðra viðburði.Lesa meira um Dansgólf

IceCover

icecover

Multiarena hefur hefur margar góðar lausnir til að vernda gerfiís.

EventDeck Ice er mest notaða kerfið í heiminum í dag, þar sem vörurnar frá Signature eru alls ráðandi á norður ameríku markaðnum. Á sama tíma og ísinn nýtur verndar, þolir hann að keyrt sé á honum á aksturstækjum í flokki B, stórum bílum á gúmmídekkjum. EventDeck Ice er lausn sem gefur góða einangrun en á sama tíma veitir góðann stöðugleika og grip.

ArmorDeck Ice er ótrúlega sterkt færanlegt gólf með sér undirfleti. Þessi lausn veitir mjög góða einangrun, og gerir að verkum að þú getur notað stóra vörubíla, vélar, lyftur og annan búnað inni á leikvangnum.

Lesa meira um Ice Cover


GymShield
Gólfvernd

gymshield

Verndaðu íþróttagólfið þitt, fimleikagólf eða parkettgólf gegn skemmdum. Gólverndin frá Multiarena ver gólfið fyrir rispum, holum og flekkjum sem geta orsakast af fólksumferð, notkun stóla og annars búnaðar. Gólfvernd sem hægt er að fá í mismunandi þykktum.

Lesa meira um gólfvernd

Comments are closed.